Screenshot 2020-04-27 at 10.03.01.png

Ingólfshöfðaferð

Sögu og fuglaskoðun í Ingólfshöfðafriðlandi

2018-07-14 at 10-45-04.jpg
2017-09-13 at 09-46-44.jpg
2014-06-28 at 11-14-31.jpg
 • Fjölskylduvæn ferð

 • Heykerruferð yfir vötn og sanda

 • Gönguferð um höfðann með leiðsögn

 • Söguútskýringar

 • Fuglaskoðun

 • 99% líkur á að sjá lunda frá maí til 20. ágúst

 • Stilltir hundar eru leyfilegir í bandi

Lengd ferðar alls:

2 1/2 klst

Þar af akstur:

1 klst

Ganga með leiðsögn um friðlandið:

U.þ.b. 1 1/2 klst

 

Erfiðleikastig:

Frekar auðveld ganga nema að fyrsti kaflinn upp á höfðann sem liggur upp bratta sandbrekku tekur ágætlega á

Verð 2020

 

Fullorðnir - 9.250 kr

8-16 ára - 2750 kr

Frítt fyrir 7 ára og yngri

ATH! Verð gilda fyrir börn í fylgd

með foreldrum eða frorráðarmönnum

Brottfararstaður:

Ingólfshöfðabílastæðið er 2 km fyrir sunnan þjóðveginn milli Hofsness og Fagurhólsmýrar

Ingólfshöfði er afskekktur klettahöfði sem rís upp af ströndinni mitt á milli Skaftafells og Jökulsárlóns.
Höfðinn er nefndur eftir fyrsta landnámsmanni Íslands,
Ingólfi Arnarsyni sem hafði vetursetu við höfðann árið 874.
Ingólfshöfði er friðlýstur og þar er heimili
þúsunda sjófugla, þar á meðal lunda og skúma.


Leiðarlýsing:

Til að komast að Ingólfshöfða þurfum við að aka 6 km leið yfir vötn og sanda. Við notum heyvagn og dráttarvél til að komast í Höfðann og tekur aksturinn um 30 mínútur hvora leið. Þegar stigið er af kerrunni tekur við brött sandalda sem mörgum sýnist erfið í fyrstu. Hins vegar þá pössum við að allir geti hvílt sig eftir hvern kafla göngunnar og stoppum reglulega til að segja sögur eða skoða eitthvað áhugavert í Höfðanum.
Gönguhringurinn sjálfur er um 2,5 km. Við mælum ekki með að fara í ferðina nema þú treystir þér til þess að taka þátt í þessari frekar léttu göngu.

Hér eru myndir úr Ingólfshöfða sem segja meira en 1000 orð.

Í sumar munum við bjóða löndum okkar sem bóka sig fyrirfram í ferðina afslátt. Þegar komið er á næstu síðu í bókunarferlinu er kassi sem segir Promo Code í bláum stöfum hægra meginn á síðunni. Þegar sá kassi er opnaður setur þú öræfaferðir2020 og þá lækkar reikningurinn um tuttugu prósent.

Vinsamlega athugið, til að brottför sem auglýst er á bókunardagatalinu sé örugglega farin þá þurfa einhverjir að vera bókaðir í hana.

Að sjálfsögðu hefur COVID19 heimsfaraldurinn áhrif á hverning við getum framkvæmt ferðina í sumar. Við höfum minnka fjölda farþega í hverja brottför til að gera auðveldara að hafa meira bil á milli óskyldra farþega en venjulega.

Þetta ásamt því að það verða líka færri brottfarir en á venjulegu sumri, þar sem ótal hópar erlendra ferðamanna hafa þurft að hætta við Íslandsferð í sumar, gerir það að verkum að það er enn mikilvægara en áður að bóka ferðina fyrirfram.
Við hvetjum þig því eindregið að heyra í okkur ef þú hefur áhuga á Ingólfshöfðaferð og ekki virðist vera pláss þann dag sem þú stefnir á að koma. Við munum reyna allt sem við getum til þess að leysa úr því.

​Sími fyrir símtöl eða SMS er 8940894

og tölvupóstur er info@fromcoasttomountains.is 

Facebook síðan okkar er www.facebook.com/fromcoasttomountains

Bókunardagaltal

Afbókunarskilmálar:

 • Ef afbókað er með meira en 14 daga fyrirvara er full endurgreiðsla.

 • Ef afbókað er með 3-14 daga fyrirvara er 90% fargjaldsins endurgreitt.

 • Ef afbókað er með 1-3 daga fyrirvara er 50% fargjaldsins endurgreitt.

 • Ef afbókað er með minna en sólarhrings fyrirvara, eða ef ekki er mætt í ferðina þá er engin endurgreiðsla.

 • Facebook Social Icon
 • TripAdvisor
 • Instagram

ÖRÆFAFERÐIR - FromCoastToMountains - info@FromCoastToMountains.is - GSM +354 8940894

Kt. (ID) 521203-3310  -  VSK nr. (VAT no.) 81705  -  Postal Address: Oraefaferdir - Fagurholsmyri - 785 Oraefi - Iceland