Lengsta vatnsrennibraut á Íslandi
Bátsferð fyrir börn í bæjarlæknum á Hofsnesi
-
Fjölskylduvæn ferð
-
Kajakar í bæjarlæknum
-
Fallegt útsýni
-
Sull og fjör
-
Samvinna og hópefli
-
Stilltir hundar eru leyfilegir í bandi
Lengd ferðar alls:
15 - 30 mín á barn
Leiga á fylgdarmanni:
1000 kr
Erfiðleikastig:
Frekar auðvelt en blautt.
Hvenær:
Allt árið á meðan veður leyfir
Verð 2020
6 -19 ára - 4900 kr
Við bjóðum líka uppá
aðeins tæknilegri ferð fyrir
13. ára og eldri - 6900 kr
(Innifalið: fylgdarmaður, bátur, ár og vesti)
Þessi ferð er tilvalin fyrir börn sem hafa gaman af sulli og fjöri.
Við notum þessa siglingu sem samvinnu og hópeflisleik, þar sem hver ræðari hefur einn eða tvo félaga á bakkanum.
Félagarnir sjá um að aðstoða ræðarann ef hann lendir í vandræðum þ.e. siglir í strand, siglir afturábak eða hvolfir. Vatnið er þó mjög gunnt
og nær umþað bil upp að hnjám þar sem það er dýpst.
Þegar fyrsti ræðari hefur siglt kajakleiðina, bera félagarnir bátinn aftur að upphafsreit og næsti ræðari siglir sömu leið með félaga sinn á bakkanum.
Leiðarlýsing: Siglingarleiðin okkar rennur eftir bæjarlæknum á Hofsnesi.
Lend ferðar: Siglingin tekur um 15. mínútur per barn en auðvitað getur það verið mjög mismunandi. Það fer eftir fjölda þáttakenda hversu lengd ferðarinnar er, en siglingin per barn gæti verið um 15 mínútur.
Verð á barn er 4900 kr en aðeins 3800 kr ef Ingólfshöfðaferðin er keypt með.
ATH! Það er alveg á hreinu að einhver á eftir að blotna á þessari leið því við notum engan hlífðarfatnað. Það er því nauðsynlegt að koma með aukaföt og handklæði.
Bókanir í síma 8940894 eða tölvupóstur er info@fromcoasttomountains.is
Facebook síðan okkar er www.facebook.com/fromcoasttomountains
ÖRÆFAFERÐIR - FromCoastToMountains - info@FromCoastToMountains.is - GSM +354 8940894
Kt. (ID) 521203-3310 - VSK nr. (VAT no.) 81705 - Postal Address: Oraefaferdir - Fagurholsmyri - 785 Oraefi - Iceland